Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu og hvetur menntamálaráðuneytið alla til að leggja sitt af mörkum. Kynningarfundir um nýja menntastefnu eru öllum opnir og er skólafólk, kennarar, nemendur, foreldrar og annað áhugafólk um menntakerfið sérstaklega hvatt til að mæta á fundina, hlýða á erindi og taka þátt í umræðum.
Fundir hefjast klukkan 20:00 og eru öllum opnir
29.09.2008
Kynningarfundir um nýja menntastefnu.
Í kjölfar Menntaþings stendur menntamálaráðuneytið fyrir kynningarfundum um nýja menntastefnu um land allt í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Kynningarfundur verður í Vestmannaeyjum 17. nóvember n.k.