Fara í efni
20.05.2011 Fréttir

KYNNING Á SKIPULAGSKOSTUM

Deiliskipulag í Löngulág.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti þann 18 maí s.l. að kynna skipulagskosti deiliskipulags í Löngulág.
Vestmannaeyjabær hefur samið við ráðgjafafyrirtækið ALTA um mótun deiliskipulags í Löngulág, hafa skipulagsráðgjafar unnið greiningarvinnu svæðis og liggur kostamat fyrir.
Eftirfarandi greiningar voru til hliðsjónar við  kostamatið í vettvangsvinnu skipulagsráðgjafa. a. Flæði akandi og gangandi vegfarenda. b. Mótun byggðar og ásýnd. c. Mikilvæg kennileiti, sjónlínur og útsýni. d. Opin og græn svæði. e. Svæðisgreining.
 
 
 
 
 
Deildu
Á þessu stigi skipulagsvinnunar er eingöngu verið að leggja mat á kosti og er öllum frjálst að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir á eftirfarandi netfang  bygg@vestmannaeyjar.is
Frestur til að skila í athugasemdum er til 1 ágúst 2011.
 
Nánari upplýsingar gefur Skipulags- og byggingarfulltrúi á skrifstofu sinni að Tangagötu 1.
S. 4882530.