Fara í efni
01.12.2010 Fréttir

Kvikmyndasamkeppni grunnskólanna

Nemendur í náttúrufræðivali GRV tóku þátt í Kvikmyndasamkeppni grunnskólanna sem haldin var í fyrsta sinn fyrir allt landið nú í haust.
Deildu
Búið er að halda þessa keppni fyrir grunnskólana í Reykjavík í nokkur ár og nú var landsbyggðinni líka boðið að taka þátt. Nemendurnir hafa verið að vinna undanfarið ár með skólum frá Danmörku og Eistlandi í náttúrutengdum verkefnum (Climate-Change-Project). Nemendur frá Danmörku komu í heimsókn nú í september og voru hjá nemendunum okkar  í eina viku. Gert var margt skemmtilegt tengt náttúrunni m.a. tekið upp lag (Climate-Change-Song) sem búið var til í tengslum við verkefnið. Sæþór Vídó sá um útsetningu á laginu og Gísli Stefánsson kom síðan með græjurnar sínar í Barnaskólann þar sem lagið var tekið upp og tóku allir krakkarnir, dönsku og íslensku, vel undir og mikil stemning enda frábært lag. Í tengslum við það bjuggu okkar krakkar til tónlistarmyndband  sem þeir sendu í keppnina sem haldin var á vegum Senu. Úrslitin voru kunngerð í Smárabíó sl. föstudag þar sem vinningsmyndbönd voru sýnd, m.a. okkar en við lentum í 3ja sæti tónlistarmyndbanda. Rúmlega 30 myndbönd voru send inn í keppnina og voru veitt verðlaun í nokkrum flokkum.
Á myndinni má sjá  Friðrik Magnússon, okkar fulltrúa á verðlaunahátíðinni, taka á móti verðlaununum. Þau voru flottur bikar sem kemur til með að prýða verðlaunaskápinn í Barnaskólanum.
Linkur á videóið