Fara í efni
30.04.2019 Fréttir

Kvikmyndahátíð í Kviku dagana 8.-12. maí.

Eyjamyndir og ný íslensk kvikmynd frumsýnd

Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd.

 

Deildu
Myndirnar sem í boði verða:

 

Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:00

Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta 20. aldar. Valinkunnir menn fengnir til að lýsa því sem fyrir augu ber).

 

Fimmtudaginn  9. maí 2019, kl. 17:30

Tyrkjaránið, (heimildamynd frá árinu 2002).

 

Föstudaginn 10. maí 2019, kl. 17:30

Eden (frumsýning á nýrri íslenskri kvikmynd).

 

Laugardaginn 11. maí 2019, kl. 16:00

Pysjuævintýrið (stuttmynd sem tekin var í Eyjum fyrir nokkrum árum)

Verstöðin Ísland (heimildamynd um íslenskan sjávarútveg sem LÍÚ lét gera. Er þetta fjórði og síðasti hlutinn sem tekinn var í Vestmannaeyjum)

 

Sunnudaginn 12. maí 2019, kl. 16:00

Síðasti bærinn í dalnum (byggð á sögu Lofts Guðmundssonar kennara og rithöfund.  Er hún fyrsta leikna íslenska kvikmyndin).

 

Vestmannaeyjabær býður á allar þessar sýningar í tilefni aldarafmælis kaupstaðarins.