Fara í efni
21.10.2023 Fréttir

Kvennaverkfall 24. október 2023- áhrif á þjónustu Vestmannaeyjabæjar

Þann 24. október næstkomandi hefur verið boðað til kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „ Kallarðu þetta jafnrétti?“. 

Deildu

Fjöldi hagsmunasamtaka kvenna og kynsegin fólks standa að verkfallinu. Vestmannaeyjabær styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegins fólks og vill stuðla að því í hvívetna að jafnræðis allra kynja sé gætt og að engin mismunun á sér stað í samfélaginu. Vestmannaeyjabær hefur hlotið jafnlaunavottun sem felur í sér m.a. að starfsfólki skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni.

Vestmannaeyjabær gerir ráð fyrir mjög skerti þjónustu og/eða lokunum á mörgum stofnunum en stjórnendur þeirra upplýsa starfsfólk og þjónustuþega um það þjónustustig sem verður á hverjum stað.

-Móttaka bæjarskrifstofanna verður lokuð þennan dag.

Vestmannaeyjabær vill sýna samstöðu á kvennafrídaginn og þær konur og kvár, sem að höfðu samráði við stjórnanda, óskar eftir að taka þátt í deginum og viðburðum í tengslum við þennan dag munu ekki verða fyrir launaskerðingu. Viðburður verður á Háaloftinu í Höllinni kl. 14 þennan dag og hvetur Vestmannaeyjabær til þátttöku í honum.

Hluti af starfsemi Vestmannaeyjabæjar er þessi eðlis að ekki verður hægt að loka allri þjónustu, þá verður þess gætt að þjónustuskerðing ógni ekki velferð, öryggi- eða heilsu íbúa.