Á föstudaginn kemur verður kveikt á jólatrénu kl. 18.00 á Baldurshagatúninu. Lúðrasveit, barnakór, leikfélagsmeðlimir, kakó og piparkökur, ávarp forseta bæjarstjórnar Lúðvíks Bergvinssonar ofl.. Verslanir opnar til kl. 20.00. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta.
Dagskrá er i heild sinni hér fyrir neðan.
- Lúðrasveit Vestmannaeyja
- Ávarp Lúðvíks Bergvinssonar forseta bæjarstjórnar
- Barnakór Vestmannaeyja syngur við undirleik L V
- Ljós jólatrésins tendruð
- Helgistund
- Barnakór Vestmannaeyja syngur við undirleik L V
- Jólasveinar og félagar úr Skilaboðaskjóðunni verða á ferðinni og útbýta góðgæti til barnanna.
- Kakó og piparkökur á Lanterna
- Verslanir opnar til kl. 20.00
Allir hvattir til að mæta