Fara í efni
24.01.2022 Fréttir

Kveikjum neistann! Aðstoðarmaður rannsókna

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann óskar að ráða aðstoðarmann rannsókna frá 1. ágúst 2022. 

Deildu

Staðsetning er í Vestmannaeyjum.
Nemendum sem hófu skólagöngu við Grunnskóla Vestmannaeyja haustið 2021 er fylgt eftir með tilliti til grunnfærni og framfara frá 1. upp í 10. bekk með áherslu á heildarmyndina.

Meginþættir sem skoðaðir eru:

  • Lestur
  • Stærðfræði
  • Náttúrufræði,
  • Hreyfing
  • Hugarfar nemenda (líðan)

Aðstoðarmaður rannsókna mun leggja höfuðáherslu á grunnfærni, þ.e. bókstaf-hljóða kunnáttu/læsi/lesskilning, náttúrufræði og stærðfræði. Gert er ráð fyrir að aðstoðarmaður rannsókna sé í 30%-50% stöðu. Byrjað verður með ráðningarsamning til eins árs og á þeim tíma er áætlað að viðkomandi sæki um dr.nám við MVS, HÍ. Aðstoðarmaður rannsókna verður einn af tveimur starfsmönnum verkefnis í Vestmannaeyjum. Þeir mynda teymi með fræðilegum stjórnendum verkefnis, stjórnendum GRV og fulltrúum skólaskrifstofu.

Hæfnikröfur:

  • Háskólapróf á sviði kennslu-, menntunar- og/eða uppeldisfræða.
  • Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi.
  • Áhugi, metnaður og færni í mannlegum samskiptum.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2022 og skal senda umsókn á netfangið hermundur@hi.is Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að gera grein fyrir menntun og starfsreynslu í umsókn. Allar nánari upplýsingar gefur Hermundur Sigmundsson (hermundur@hi.is).