Fara í efni
30.04.2021 Fréttir

Kveðjum rekstur Hraunbúða

Það er með trega og söknuði sem Vestmannaeyjabær kveður rekstur Hraunbúða þann 1. maí nk. eftir nærri 47 ára rekstur.

Deildu

Starfsemi sem er okkur Vestmannaeyingum svo hjartkomin og mikilvæg enda um þjónustu við okkar elstu íbúa að ræða. Sérstakar þakkir eru til alls þess kæra starfsfólks sem sinnir sínu hlutverki af kostgæfni og hafa skapað Hraunbúðum gott orðspor sem og ánægju heimilisfólks og aðstandenda þeirra. Þetta starfsfólk mun halda áfram þessu góða starfi en nú sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem tekur við rekstrinum. Heimilisfólk Hraunbúða, starfsfólk og starfsemin þar mun alltaf vera djúpt í hjarta Vestmannaeyjabæjar og það er af einlægni sem við segjum takk fyrir samstarfið og samfylgdina. Við verðum ekki langt undan og munum fylgjast vel með starfseminni sem er nú færð í hendur HSU.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Jón Pétursson, framkvæmdarstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs

Sólrún Erla Gunnarsdóttir, deildarstjóri öldrunarmála