Kæri Björn
Hugur okkar Vestmannaeyinga er hjá ykkur á Seyðisfirði þegar þið nú takist á við óblíð náttúruöflin, sem sýna eyðingarmátt sinn og megin. Við hér í Eyjum könnumst við að þurfa að yfirgefa heimili og heimabyggð vegna náttúruhamfara og vitum að það er erfitt og átakasamt.
Fyrir hönd okkar Vestmannaeyinga býð ég fram aðstoð ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa eða létta undir með ykkur í þessum erfiðu aðstæðum.
Við sendum ykkur hlýjar stuðnings- og baráttukveðjur.
