Á öskudag er öllum krökkum boðið að koma niður í Félagsheimilið við Rauðagerði að slá köttinn úr tunnunni. Í tunnunni verður þó hvorki köttur né krummi heldur eitthvað freistandi. Sá sem nær að slá tunnuna í sundur endanlega er síðan titlaður kóngur eða drottning. Sem sagt: Allir að mæta til að slá köttinn úr tunnunni niður í Féló, kl. 12.30 á öskudaginn.
04.02.2008