Peter Máté - einleikari á píanó 17. júní nk. kl 17.00.
Tónleikarnir eru hluti af verkefninu "Tónleikar á landsbyggðinni" á vegum F.I.T og FIH með stuðningi frá Menntamálaráðuneytinu. Peter Máté er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu. Hann stundaði píanónám frá ungum aldri og lauk kennaraprófi frá Konservatoríunni í Kosice og einleikara- og mastersgráðu úr Tónlistarakademíunnni í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989.
Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum (Tríó Reykjavíkur, Trio Romance) víða í Evrópu og Bandaríkjunum.
Efnisskrá:
F. Chopin: Impromtu Op.29
Nocturne Op.9
Nocturne Op.15
L. Janácek: 1.X.1905 (Sónata)
Hugboð
Dauði
Hjálmar H.Ragnarsson : Ballada
Hlé
F. Liszt: Etudes d´exécution transcendante
1.Preludio
8.Wilde Jagd
B. Bartók: 15 Hungarian Peasant Songs
F. Liszt: Mephisto-Walzer
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.