Fara í efni
17.03.2006 Fréttir

Kjarnakonur á Kaffi Kró

Anna í Laufási, Erla Vidó, Viggý hans Gísla, Þóra hans Óskars á Leó og Kiddý hans Boga í Eyjabúð ræddu vð Kristínu Jóhannsdóttur í gærkvöldi. Áheyrendur sem voru um 50 skemmtu sér hið besta enda fóru þær stöllur allar sem ein á kostum.
Deildu

Anna í Laufási, Erla Vidó, Viggý hans Gísla, Þóra hans Óskars á Leó og Kiddý hans Boga í Eyjabúð ræddu vð Kristínu Jóhannsdóttur í gærkvöldi. Áheyrendur sem voru um 50 skemmtu sér hið besta enda fóru þær stöllur allar sem ein á kostum.

Fróðlegt var og einkar skemmtilegt að heyra frásagnir þeirra um hagi og hætti kvennanna á þeim tíma sem uppgangur sjávarútvegsins hér heima var sem mestur.

Þetta var í þriðja sinn sem kvöldstund á Kaffi Kró er helguð endurminningum og sögu 100 ára afmælis vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum. Eins og menn muna er þetta samstarfsverkefni ÚtvegsbændafélagsVestmannaeyja, Viking Tours, SS Verðanda, Vélstjórafélags Vestmannaeyjabæjar.

Fyrsta kvöldið ræddu fyrrum sjómenn liðna tíma, annað kveldið var Sigurgeir Jónsson frá Gvendarhúsi með fróðlegan og einkar fjörlegan fyrirlestur um viðurnefni í Vestmannaeyjum. Upptaka þess kvölds verður sýndur á sunnudaginn á Fjölsýn.

Næst komandi fimmtudag verður einnig boðið til kvöldstundar á Kaffi Kró og verður auglýst nánar hvað þá verður boðið uppá. Eigendur Kaffi Króar bjóða gestum upp á að kaupa sér kaffi og meðlæti og er stemmingin þarna einkar hlýleg og skemmtileg.

Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.