Fara í efni
04.10.2005 Fréttir

Kátir leikskólakrakkar í leikfimi

Vikulegir íþróttatímar elstu barnanna undir stjórn Jóhanns Inga íþróttakennara.Elsti árgangur leikskólabarna í leikskólum bæjarins fara vikulega í íþróttatíma í íþróttahúsið og hitta þar fyrir Jóhann Ing
Deildu

Vikulegir íþróttatímar elstu barnanna undir stjórn Jóhanns Inga íþróttakennara.

Elsti árgangur leikskólabarna í leikskólum bæjarins fara vikulega í íþróttatíma í íþróttahúsið og hitta þar fyrir Jóhann Inga íþróttakennara. Er þetta annað árið í röð sem Fræðslu-og menningarsvið stendur fyrir íþróttakennslu í samvinnu við Jóhann Inga Guðmundsson íþróttakennara. Er þetta liður í forvarnastarfi sem Vestmannaeyjabær er aðili að í samvinnu við Lýðheilsustöð, en verkefnið heitir, " Allt hefur áhrif - einkum við sjálf " .

Það er margsannað að markviss hreyfiþjálfun eflir alhliða þroski barnsins og eru þessir íþróttatímar m.a. til að efla alhliða þroska leikskólakrakka.

Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólafulltrúi

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja