Tíma sem við notum oft til að sýna þakklæti. Þessi árstími minnir okkur á gleði og kærleika en líka á þær áskoranir sem við höfum unnið úr á árinu sem er að líða.
Á sama tíma er líka mikilvægt að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Það er margt gott í okkar samfélagi þótt alltaf sé hægt að gera betur.
Menningarlífið er fjölbreytt og margt öflugt fólk á þeim vettvangi sem gleður okkur á hverju ári með viðburðum af ýmsu tagi. Í atvinnulífinu er mikið að gerast; ný stoð að verða til enda höfum við Eyjamenn löngum verða kraftmikið og öflugt fólk sem stendur saman þegar á reynir.
Þessi árstími hefur uppá margt að bjóða og er samvera fjölskyldu og vina stór hluti af stemmingunni og tilhlökkuninni á aðventunni og nærir jólaandann. Börnin gera svo allt betra. Þau minna okkur á að njóta augnabliksins og að gleðin og kærleikurinn eru besta jólagjöfin. En umfram allt - njótum samveru og munum að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.
Kæru Eyjamenn ég óska ykkur gleðilegra jóla.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
