Í ár líkt og síðustu ár eru listamenn úr 1. bekkjum GRV, Aríana, Kristel Kara og Lúkas Goði sem hafa myndskreytt jólagjafakort Vestmannaeyjabæjar. Kortinu fylgir kerti sem yndislega starfsfólkið okkar í Heimaey, vinnu og hæfingastöð, hefur verið að búa til núna í haust. Hjá Vestmannaeyjabæ starfar frábært starfsfólk sem hefur leyst vel úr öllu því sem þetta ár hefur boðið okkur uppá.
Þau hjá Heimaey vinna með það að allir geta gert eitthvað en engin getur gert allt. Eru þau afar þakklát og glöð að fá að taka þátt í jólagjöfunum frá Vestmannaeyjabæ. Þetta verkefni tengir þau við samfélagið og vinnan sem þau leggjum í gjafirnar hefur ákveðinn tilgang og markmið.
Vestmannaeyjabær þakkar nemendum í 1. bekk, kennurum og stuðningfulltrúum fyrir fyrir öll fallegu listaverkin og öllu starfsfólki hjá Heimaey-vinnu og hæfingarstöð fyrir virkilega flott kerti. Framlög þeirra gera gjöfina persónulega og fallega.
Vonandi njóta allir vel og við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar
