Í ár eru listamenn úr 1. bekkjum GRV, Una Árný, Eyþór Addi og Liliana sem hafa myndskreytt jólagjafakort Vestmannaeyjabæjar. Kortinu fylgir andlitsgríma sem yndislega starfsfólkið okkar í Heimaey, vinnu og hæfingastöð, hefur verið að búa til núna í haust. Hjá Vestmannaeyjabæ starfar frábært starfsfólk sem hefur leyst vel úr öllu því sem þetta ár hefur boðið okkur uppá, ár sem er engu líkt.
Vinnan sem lögð er í verkefnið er margvísleg og fjölbreytt, allt frá hugmyndavinnu, framkvæmd og svo að festa gjafirnar á fallegu jólakortin.
Í ár var tekin ákvörðun um að gefa fjölnota grímur. Starfsfólk teiknaði mynd eða notaði stensla til að búa til listaverk sem var svo þrykkt á grímurnar með aðstoð frá góðvini okkar Magga í Axel Ó. Þau hjá Heimaey vinna með það að allir geta gert eitthvað en engin getur gert allt. Eru þau afar þakklát og glöð að fá að taka þátt í jólagjöfunum frá Vestmannaeyjabæ. Þetta verkefni tengir þau við samfélagið og vinnan sem þau leggjum í gjafirnar hefur ákveðinn tilgang og markmið.
Þeir sem teiknuðu myndirnar á grímunar í áru eru:
- Alfreð – sól
- Anton – fjöður
- Dæja – fiðrildi
- Daníel – stjarna
- Júlíana – hjarta
- Katrín Helena – kall
- Þóra – fiðrildi
- Þórhallur – laufblað
Vestmannaeyjabær þakkar nemendum í 1. bekk, kennurum og stuðningfulltrúum fyrir fyrir öll fallegu listaverkin og öllu starfsfólki hjá Heimaey-vinnu og hæfingarstöð fyrir mjög flottar andlitsgrímur. Framlög þeirra gera gjöfina persónulega og fallega.
Vonandi njóta allir vel og við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar
