Allir nemendur í 1. bekk teiknuðu jólamynd og drógu kennarar
eina mynd úr hverjum bekk. Þrjár myndir prýða jólagjafakortið í ár. Hverju kortin
fylgir lyklakippa sem starfsfólkið í Heimaey-vinnu og hæfingastöð, hefur verið
að útbúa undanfarna mánuði. Telja lyklakippurnar um 500 stykki. Það er alltaf
sama gleðin sem fylgir starfsfólkinu í Heimaey-vinnu og hæfingarstöð. Það voru stoltir
starfsmenn sem sýndu gjafakortin með lyklakippunum, þau Þórhallur og Katrín
Helena.
Vestmannaeyjabær þakkar nemendum í 1. bekk, kennurum og stuðningfulltrúum fyrir fyrir öll fallegu listaverkin og öllu starfsfólki hjá Heimaey-vinnu og hæfingarstöð fyrir mjög flottar lyklakippur. Framlög þeirra gera gjöfina persónulega og fallega.
