Í ár, líkt og undanfarin ár, eru það listamenn úr 1. bekkjum í Hamarsskóla GRV sem hafa myndskreytt jólagjafakort Vestmannaeyjabæjar sem öllu starfsfólki er fært núna fyrir jólin. Að þessu sinni eru það Vignir og Kristín Rós sem áttu fallegu listaverkin á kortunum.
Kortinu fylgir einnig jólasveinn sem yndislega starfsfólk okkar í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, hafa unnið að nú í haust. Vinnan sem fer í verkefnið er margvísleg og fjölbreytt, allt frá hugmyndavinnu að framkvæmd. Starfsfólkið er afar þakklátt og glatt að fá að taka þátt í jólagjöfunum frá Vestmannaeyjabæ, enda tengir verkefnið þau við samfélagið og gefur vinnunni tilgang og markmið.
Vestmannaeyjabær þakkar nemendum í 1. bekk, kennurum og stuðningsfulltrúum fyrir öll fallegu listaverkin og öllu starfsfólki Heimaey vinnu- og hæfingarstöð fyrir fallega jólasveinana. Framlög þeirra gera gjöfina persónulega og einstaka.
Eins og hefð hefur skapast hefur bæjarstjóri farið á starfsstöðvar og afhent jólagjafirnar.



