Ár hvert óskar Tígull eftir tilnefningum frá lesendum um hver eigi skilið nafnbótina Eyjamaður ársins. Í ár var það Jóhann Jónsson frá Laufási sem hlaut þann heiður. Jói er vel að þessum titli komin en hann hefur starfað sem forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar í XX ár og sinnt því starfi vel.
Eins og vel sést á þeim ummælum sem birtust í Tígli um Jóa kemur fram hversu óeigingjart starf hann vinnur fyrir bæjarfélagið. Í raun má segja að Jói sé maðurinn á bak við tjöldin sem lítið ber oft á tíðum á. Hann kemur að Þrettándanum, Þjóðhátíð og sér til þess að bærinn sé ávallt snyrtilegur og fínn.
