Fara í efni
22.01.2024 Fréttir

Jói í Laufási Eyjamaður ársins

Gaman er að segja frá því að starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, Jói sé maður ársins að mati lesenda Tíguls. 

Deildu

Ár hvert óskar Tígull eftir tilnefningum frá lesendum um hver eigi skilið nafnbótina Eyjamaður ársins. Í ár var það Jóhann Jónsson frá Laufási sem hlaut þann heiður. Jói er vel að þessum titli komin en hann hefur starfað sem forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar í XX ár og sinnt því starfi vel. 

Eins og vel sést á þeim ummælum sem birtust í Tígli um Jóa kemur fram hversu óeigingjart starf hann vinnur fyrir bæjarfélagið. Í raun má segja að Jói sé maðurinn á bak við tjöldin sem lítið ber oft á tíðum á. Hann kemur að Þrettándanum, Þjóðhátíð og sér til þess að bærinn sé ávallt snyrtilegur og fínn.