Jói er yngstur í hópnum en hefur náð góðum tökum á ljósmyndun og þakkar hann það Tóa Vídó sem hann segir að hafi kennt sér og hvatt til dáða. Bói sýndi myndir sem hann tók í gosinu. Hann var í slökkviliðinu, oftast með myndavélina á sér og smellti af þegar hvað heitast brann. Bói fékk Arnar Sigurmundsson í lið með sér og úr varð sögustund sem hreyfði við mörgum sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973.
Halldór Sveinsson, lögregluvarðstjóri var síðastur en ekki sístur og kom víða við. Hefur tekið frábærar myndir af Vestmannaeyjum í allri sinni fjölbreytni. Sérstaklega var gaman að sjá myndir sem teknar voru í eftirlitsferðum á nóttunni og sólin að koma upp. Álseyjarmyndirnar voru líka skemmtilegar og gott ef ekki mátti greina áhrif frá öðrum Álseyingi, Sigurgeir Jónassyni sem tekið hefur fleiri myndir en aðrir í Vestmannaeyjum.