Fara í efni
02.03.2006 Fréttir

Jafnréttiskort

Kjörnir sveitarstjórnarmenn í landinu eru alls 628, þar af 429 karlar, eða 68%, og 199 konur, eða 32%. Oddvitar í sveitarstjórnum eru 98, þar af eru karlar 73 og konur 25. Konur eru í meirihluta sveitarstjórnarmanna
Deildu

Kjörnir sveitarstjórnarmenn í landinu eru alls 628, þar af 429 karlar, eða 68%, og 199 konur, eða 32%. Oddvitar í sveitarstjórnum eru 98, þar af eru karlar 73 og konur 25. Konur eru í meirihluta sveitarstjórnarmanna í tíu sveitarfélögum á landinu en í sjö sveitarfélögum er engin kona meðal sveitarstjórnarmanna.

Til að vekja athygli á hlut kvenna í sveitarstjórnum hefur verið sett sérstakt kort á kosningavef félagsmálaráðuneytisins sem sýnir kynjahlutföll í sveitarstjórnum. Sveitarfélög með jafna kynjaskiptingu eru lituð græn, en þau sem eru með ójafna kynjaskiptingu eru rauð. Sveitarfélögin sem eru gul sýna hvar hallar á annað kynið á bilinu 30-39%

Stærð sveitarfélaga og landfræðileg lega þeirra virðist hafa áhrif kynjahlutföll í sveitarstjórnum.

    • Í sveitarfélögum með fleiri en 1.000 íbúa eru konur um 35% fulltrúa í sveitarstjórnum.

    • Í sveitarfélögum með færri en 500 íbúa eru konur aftur á móti um 29% kjörinna fulltrúa.

    • Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum er hæst á höfuðborgarsvæðinu þar sem konur eru 43% kjörinna fulltrúa.

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á Íslandi hefur aukist hægt og bítandi síðastliðna hálfa öld og eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru konur tæpur þriðjungur sveitarstjórnarmanna. Á sama tíma hefur sveitarfélögum í landinu fækkað verulega og þau stækkað.

Unnið er að því að safna upplýsingum um kynjahlutföll í nefndum og ráðum sveitarfélaga sem verða birtar á vefnum. Stefnt er að samanburði á kynjahlutföllum í sveitarstjórnum, nefndum og ráðum í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor.

Sjá nánar http://www.kosningar.is/jafnrettismal/jafnrettiskort

Tengt efni:

Stutt greining á kynjahlutföllum í sveitarfélögum (PDF, 30 Kb)

Tafla sem sýnir kynjahlutföll í sveitarstjórnum