Fara í efni
19.03.2006 Fréttir

Íþróttavæðum Ísland : aukin þátttaka - breyttur lífsstíll

Starfshópur menntamálaráðherra um íþróttastefnu hefur skilað drögum að niðurstöðu. Þau drög hafa nú verið gerð opinber til kynningar og umræðu. Menntamálaráðherr
Deildu

Starfshópur menntamálaráðherra um íþróttastefnu hefur skilað drögum að niðurstöðu. Þau drög hafa nú verið gerð opinber til kynningar og umræðu. Menntamálaráðherra hefur lýst því yfir að hann hyggist leggja fram íþróttastefnu næsta vetur er byggi á drögum starfshópsins og athugasemdum og ábendingum er fram koma. Stefnt er að því að kynna niðurstöður nefndarinnar á fundum um landið á næstu mánuðum en einnig er hægt að skila inn ábendingum og athugasemdum til menntamálaráðuneytisins. Senda má ábendingar á netfangið postur@mrn.stjr.is.

Íþróttavæðum Ísland : aukin þátttaka - breyttur lífsstíll. [Eingöngu á rafrænu formi]

Eldri rit og skýrslur útgefin af menntamálaráðuneytinu

Af vef mrn.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.