Íþróttamiðstöðin verður opin fyrir gesti tjaldsvæðis og þjóðhátíðarinnar í nótt, aðfararnótt föstudagsins 3. ágúst.
Gestir eru hvattir til þess að nýta sér húsaskjólið þar í nótt þar sem að ekki er gott veðurútlit.
Veðurstofan spáir allt að 20 m/s á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. sjá nánar á www.vedur.is eða www.belgingur.is