Dagens Nyheter greinir frá því á forsíðu netútgáfu sinnar í dag að Ísland sé fyrirmynd baráttunnar gegn einelti. Þar og í Noregi hafi árangur verið umtalsverður. Að beiðni sænska þingins (Riksdagen) sendi framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisns á Íslandi greinargerð um aðgerðaráætlunina á Íslandi til þingsins. Hægfara flokkurinn (Moderaterna) í Svíþjóð óskaði eftir henni og það er í hana sem vitnað er til marks um markvissa vinnu gegn einelti. Talsmaður minnihlutans í Stokkhólmi vísar til góðs árangur á Íslandi og vill taka upp Olweusarkerfið einnig í Svíþjóð. Tíundi hver nemandi í Stokkhólmi segist lifa við stöðugt óöryggi og þar af 3% sem segist vera oft lagður/lögð í einlti. Endurskoðendur borgarinnar segja aðgerðir gegn einelti allsendis ófullnægjandi í Stokkhólmi.
http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=144
www.olweus.is
Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Ísland
Fræðslu - og menningarsvið Vestmannaeyja.