Fara í efni
08.06.2006 Fréttir

Íris Róbertsdóttir kennari hlýtur Ísl. menntaverðlaunin.

Iris Róbertsdóttir, kennari við Hamarsskólann í Vestmannaeyjum hlaut í gær verðlaun við afhendingu Íslensku menntaverðlau
Deildu

Iris Róbertsdóttir, kennari við Hamarsskólann í Vestmannaeyjum hlaut í gær verðlaun við afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna. Íris var verðlaunuð fyrir að hafa í upphafi kennsluferils síns, sýnt hæfileika og lagt alúð í starf sitt en Íris tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Hjallaskóla í Kópavogi. Þetta er í annað sinn sem Íslensku menntaverðlaunin eru veitt en það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem stofnaði þau.

Ártúnsskóli í Reykjavík hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2006 en þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru afhent. Þá hlaut Sólveig Sveinsdóttir, kennari í Laugarnesskóla verðlaun í flokki kennara sem skilað hafa farsælu ævistarfi og Sólrún Harðardóttir, endurmenntunarstjóri við Háskólann á Hólum og námsefnishöfundur, var verðlaunuð fyrir námsefni sitt á sviði náttúru- og umhverfisfræða. Foreldrar í Vestmannaeyjum tlnefnu Írisi sem verðugan fulltrúa verðlauna vegna starfa hennar sem kennara í Hamarsskóla. Íris nýtir fjölbreytta kennsluhætti í starfi sínu og hefur haft mjög náiið og gott samstarf við foreldra nemenda sinna.

Fræðslu - og menningarsvið óskar henni og Hamarsskólanum hjartanlega til hamingju með verðlaunin. Ólöf A. Elíasdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi var viðstödd afhendingu verðlaunanna fyrir hönd sviðsins.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.