Fara í efni
19.01.2022 Fréttir

Atvinna í boði

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 70% stöðu í dagdvöl og stuðningsþjónustu.

Deildu

Dagdvölin er fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunnar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagdvöl, og auka lífsgæði þjónustuþega. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Lögð er áhersla á hreyfingu og ýmis konar tómstundastarf. Einnig er boðið upp á aðstoð við böðun.

Stuðningsþjónustan hefur það að markimiði að veita viðbótaraðstoð við grunnþjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa á auknum stuðningi að halda vegna aðstæðna sinna eða fötlunar. Stuðningsþjónustan veitir aðstoð við athafnir daglegs lífs og/eða félagslegan stuðning til þess að rjúfa félagslega einangrun.

Helstu verkefni:

  • Þátttaka í þróun og umbótastarfi starfseminnar
  • Skipuleggja, ráðleggja og veita einstaklingsbundna þjónustu til notenda dagdvalar og stuðningsþjónustu.
  • Gera einstaklingsáætlanir fyrir þjónustuþega dagdvalar sem byggjast á áhuga og getu einstaklings og miðar að því að vinna með styrkleika hans og auka lífsgæði.
  • Útfæra dagskrá í samræmi við áætlunina og markmið og framfylgja henni.
  • Ábyrgð og ráðgjöf á endurhæfingu og þjálfun einstaklinga til að endurheimta, auka og/eða viðhalda vitrænni getu, hreyfifærni, og draga úr verkjum eftir þörfum hvers og eins. Hér er átt við vitsmunalega, líkamlega og félagslega þjálfun.
  • Meta þörf fyrir hjálpartæki hjá notendum dagdvalar og stuðningsþjónustunnar
  • Þverfagleg teymisvinna
  • Vera ráðgefandi fyrir aðra starfsmenn dagdvalar og stuðningsþjónustu
  • Skráning og skýrslugerð

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi í iðjuþjálfun
  • Reynsla af starfi með öldruðum og einstaklingum með heilabilun er kostur
  • Hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum ásamt frumkvæði, sjálfstæði, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sveigjanleiki og geta til þess að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og kröfum sem gerðar eru til starfsins
  • Almenn tölvukunnátta og færni á samfélagsmiðlun og möguleikum þeirra í starfi með notendum
  • Reynsla og þekking í notkun smáforrita og annars tæknibúnaðs til örvunar og hvatningar í virkni í daglegu lífi.
  • Áhugi á starfsþróun og nýsköpun og að vera reiðubúin að leita nýrra leiða í starfi
  • Íslenskukunnátta skilyrði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu, í síma 488 2048 , eða með tölvupósti á thelma@vestmannaeyjar.is.

Umsókn ásamt kynningarbréfi og menntunar- og starfsferilsskrá óskast send með tölvupósti á netfangið thelma@vestmannaeyjar.is og merkt „iðjuþjálfi í dagdvöl og stuðningsþjónustu“

Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og iðjuþjálfafélag Íslands.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðningu er lokið.

Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Umsóknarfrestur er til og með 31. Janúar 2022.