Fara í efni
06.01.2021 Fréttir

Íbúðir aldraðra við Sólhlíð

Vestmannaeyjabær auglýsir lausar til umsóknir tvær íbúðir eldri borgara við Sólhlíð 19. Íbúðirnar eru annars vegar 52,9 fm og 75,9 fm. 

Deildu

Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ.

Umsóknarfrestur er til 27. janúar nk.

Sótt er um í gegnum íbúagátt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á Rauðagerði, gengið inn sunnanmegin og skal þá fylgigögnum einnig skilað þangað.

Nauðsynlegt er að staðfesta eldri umsóknir. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.