Eru niðurstöður könnunarinnar jákvæðar varðandi þjónustu Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær er áfram í fyrsta sæti þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur og fatlaða.
Að kynningunni lokinni fóru fram umræður fundarmanna á nokkrum borðum, sem skipt var niður eftir málaflokkum tengdum bæjarráði, fræðsluráði, fjölskyldu- og tómstundaráði, framkvæmda, og hafnaráði og umhverfis og skipulagsráði. Formenn ráðanna stýrðu umræðum og héldu utan um niðurstöðurnar, sem verða teknar fyrir í einstökum ráðum í framhaldinu.
