Fara í efni
01.03.2019 Fréttir

Íbúagátt Vestmannaeyja

Deildu
Vestmannaeyjabær vill vekja athygli bæjarbúa á því að hægt er að sækja rafrænt um ýmsa þjónustu á vegum bæjarins sem og fylgjast með afgreiðslu erinda sinna. Meðal annars er hægt að sækja um frístundastyrk, heimagreiðslur, heimaþjónustu, ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðs fólks, sérstakan húsnæðisstuðning, byggingarleyfi, leikskólavistun o.fl. Fleiri umsóknir munu síðan bætast við í kerfið á næstu mánuðum.

Hægt er að smella á Íbúagátt Vestmannaeyja á heimasíðunni vestmannaeyjar.is eða fara inn á ibuagatt.vestmannaeyjar.is.