Fara í efni
30.08.2006 Fréttir

Íbúafundur um nýjar byggingarlóðir

Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar boðar til íbúafundar n.k. þriðjudag 5. september kl. 12:05 í fundarsal Hitaveitu Suðurnesja að Tangagötu 1. Tilefni fundar er að þessa dagana er til athugunar hjá umhverfis- og skipulagsráði ný
Deildu

Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar boðar til íbúafundar n.k. þriðjudag 5. september kl. 12:05 í fundarsal Hitaveitu Suðurnesja að Tangagötu 1.
Tilefni fundar er að þessa dagana er til athugunar hjá umhverfis- og skipulagsráði ný byggingarsvæði fyrir íbúðarhúsalóðir, við Litlagerði og við Kleifarhraun. Á fundinum verður farið yfir fyrirliggjandi drög af skipulagi og þeirri vinnu sem fer af stað í framhaldi af kynningarfundi.

Nánari upplýsingar gefur skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja á skrifstofu sinni að

Tangagötu 1.

Drögin liggja hér á vef bæjarins, og verða til umræðu á kynningarfundinum.