Gestir fundarins verða Guðmundur I. Ásmundsson, forstjóri Landsnets og Páll Erland, forstjóri HS-Veitna. Þeir flytja stutt erindi og svo verður boðuið upp á umræður og spurningar úr sal. Umræðuefnið er staðan á rafmagninu í dag, m.a; varaafl, viðgerð og tímalína hennar og lagning á nýjum sæstreng til Eyja.
Vegna umræðu um rafmagnsmálin verða breytingar á fyrirkomulagi vinnu vegna niðurstöðu þjónustukönnunarinnar Gallup. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar í upphafi fundar, en ekki verður hefðbundin hópavinna í sal að lokinni kynningu. Þess í stað verður fundargestum gefinn kostur á spurningum, en jafnframt verður boðið upp á að koma ábendingum um þjónustukönnunina á framfæri með tölvupósti.
Vestmannaeyjabær hvetur bæjarbúa til að fjölmenna á fundinn.
