Listaverk eftir Gerði Helgadóttur, myndhöggvara gefið af afkomendum Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og Svövu Ágústsdóttir, konu hans á 100 ára afmælisdegi Einars.
Afkomendur Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum, og Svövu Ágústsdóttir konu hans gáfu Vestmannaeyjabæ listaverk í dag 7. febrúar í minningu þeirra hjóna.
Listaverkið var afhent við formlega athöfn á Skansinum kl. 14.00 í dag. Dóttir Einars flutti tölu í tilefni athafnarinnar og formaður bæjarráðs Arnar Sigurmundsson flutti tölu og tók á móti verkinu fyrir hönd bæjarins.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.