Fara í efni
11.11.2005 Fréttir

Hvetjum alla til að mæta á Nótt safnanna

?Bátsferðin frá höfninni á Skansinn" er ferð með hafnarbátnum LÉTTI, Heimaslóð nýr vefur um Vestmannaeyjar verður formlega opnaður kl. 13.00 í Safnahúsinu á morgun. Í andyri sýning á ljósmyn
Deildu

?Bátsferðin frá höfninni á Skansinn" er ferð með hafnarbátnum LÉTTI, Heimaslóð nýr vefur um Vestmannaeyjar verður formlega opnaður kl. 13.00 í Safnahúsinu á morgun. Í andyri sýning á ljósmyndum Ingólfs Guðjónssonar frá Oddstöðum, Bæjarlistamaðurinn með opið í Agoges, Leikfélagið frumsýnir og Lúðrasveitin með tónleika.

Viljum minna fólk á að Nótt safnanna er um helgina.. Dagskráin í ár er stærri og fjölbreyttari en í fyrra, svo við erum nokkuð viss um að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nótt safnanna síðastliðið haust heppnaðist einstaklega vel og þökkum við það ekki síst góðum viðtökum hjá bæjarbúum, sem kunnu vel að meta þessa nýjung á viðburðardagatalinu okkar. Við viljum hvetja fólk til að kynna sér dagskrána og mæta á það sem vekur áhuga.

Viljum minna á að sýningin á þrívíddarmyndum Sifjar Pálsdóttur verður opin allan laugardaginn í Flugstöðinni og að handverksfólk bæjarins ætlar að byrja að sýna og selja þar listmuni sína uppúr kl. 16.00 (ekki 18.00 einsog segir í dagskránni)..

Minnum líka á að sýning Guðjóns Ólafssonar bæjarlistamanns í Akóges verður opin um helgina. Í Safnahúsinu koma í fyrsta sinn fyrir almannsjónir ljósmyndir úr Elliðaey eftir Ingólf Guðjónsson frá Oddsstöðum "Ingólf í bankanum". Sjá dagskrána hérna fyrir neðan

Föstudagur 11.nóvember

  • 20.00 Bátsferðir frá Höfninni með Létti á Skansinn
  • 20.30 Stafkirkja , helgistund í umsjá presta Landakirkju
  • Stúlknakór Landakirkju syngur undir stjórn Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur
  • 21.00 Við Landlyst Arnar Sigurmundsson segir sögu Skansins
  • 21. 30 Landlyst Hilmir Högnason kynnir og les úr nýrri ljóðabók sinni

Laugardagur 12. nóvember

Safnahús - Bókasafn - Byggðasafn

  • 13.00 Formleg opnun á Heimaslóð, menningar- og söguvef Vestmannaeyja
  • 14.00 Opnun á sýningu á myndum og skjölum af Elliðaey ,Vilborg Dagbjartsdóttir og Þráinn Bertelsson lesa úr verkum sínum
  • 16.00 Vélasalur - tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja
  • 18.00 Byggðasafn - Hlíf og nemendur úr FÍV lesa úr samstarfsverkefnum
  • 20.00 Náttúrugripasafn - Lækningajurtir í náttúru Eyjanna ,Kristján Egilsson ljósmynda-, slidesmyndasýning og fyrirlestur
  • 21.30 Dalabú Sigurgeir Jónsson með valda kafla úr frumsömdu skemmtisögusafni sínu
  • 22.30 Flugstöð - ?Miniband" Arnórs, Helgu & friends
  • Allan daginn opið í flugstöðinni
  • Sýning á Pompei þrívíddar teikningum frá Sif Pálsdóttur 18.00 og fram eftir kvöldi, sala á verkum handverakfólks bæjarins í Flugstöðinni
  • Akóges - e.h. sýning á verkum Guðjóns Ólafssonar bæjarlistamanns 2005

Kl. 16.00 Bæjarleikhúsið. Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir barnaleikritið Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson

gefnu tilefni bendum við á að "bátsferðin frá höfninni á Skansinn" er ferð með hafnarbátnum LÉTTI. .

Óskum öllum gróðrar skemmtunar á Safnanótt, vonumst til að sjá sem flesta.

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyja.