Fara í efni
13.12.2005 Fréttir

Hvað er spunnið í opinbera vefi?

Samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og forsætisráðuneytisins.Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir alls 246 vefir. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðun
Deildu

Samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og forsætisráðuneytisins.

Verkefnið hófst í maí síðastliðnum og voru skoðaðir alls 246 vefir. Sjá ehf vann verkefnið fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkefnið er liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra þágu.

Vefirnir voru greindir út frá tvenns konar viðmiðunum.

A Hvort þeir bjóða uppá:

  1. Grunnupplýsingar (Grunnur)
  2. Þjónustu sem flýtir afgreiðslu (Flýtir)
  3. Þjónustu sem felur í sér rafræna móttöku eða afgreiðslu (Afgreiðsla)
  4. Þjónustu sem felur í sér rafræna málsmeðferð (Málsmeðferð)

B Hvernig vefirnir standa með tilliti til:

  1. Innihalds
  2. Nytsemis
  3. Aðgengis fatlaðra

Jafnframt var aflað ýmissa almennra upplýsinga við úttektina, svo sem hvernig vefumsjón er háttað og hvaða hugmyndir eru uppi um áframhaldandi þróun vefjanna.

Í hádeginu í dag, 12. desember, var haldinn kynningarfundur um niðurstöður skýrslunnar. Þar flutti Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, ávarp við upphaf fundarins. Í ávarpinu benti hún á þá staðreynd að sveitarfélögin 70 sem metin voru í könnuninni eru ofar landsmeðaltali í öllum flokkum rafrænnar þjónustu.

Hér fyrir neðan má sjá meginniðurstöður könnunarinnar:
Rafræn þjónusta - Efstu sex stofnanir

Einungis sex stofnanir bjóða upp á rafræna málsmeðferð. Er þá átt við að notandi geti sinnt erindum sínum við stofnunina og fylgst með framgangi þeirra án þess að þurfa að taka upp síma eða sækja stofnunina heim.

Stofnun

Ríkisskattstjóri

Tollstjórinn í Reykjavík

Garðabær

Reykjavíkurborg

Háskóli Íslands

Kennaraháskóli Íslands

Innihald, nytsemi og aðgengi - Efstu tíu stofnanir

Taflan hér fyrir neðan sýnir hvaða vefir fengu hæstan stigafjölda hvað varðar innihald, nytsemi og aðgengi. Innihald var metið út frá gátlista um grunnupplýsingar sem ættu að vera á vefnum, nytsemi var metin út frá atriðum sem talin eru gera vefinn notendavænan og aðgengi var metið út frá þörfum fatlaðra.

Nr.

Innihald

Nytsemi

Aðgengi

1

Reykjavíkurborg

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

Reykjanesbær

2

Akraneskaupstaður

Landbúnaðarráðuneyti

Blindrabókasafn Íslands

3

Samband íslenskra sveitarfélaga

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

Fjölbrautarskóli Snæfellinga

4

Reykjanesbær

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

5

Háskóli Íslands

Iðnaðarráðuneytið

Ferðamálaráð

6

Ríkiskaup

Akraneskaupstaður

Eyjafjarðarsveit

7

Biskupsstofa

Sjávarútvegsráðuneyti

Félagsmálaráðuneyti

8

Akureyrarkaupstaður

Háskóli Íslands

Akureyrarkaupstaður

9

Garðabær

Garðabær

Þróunarsamvinnustofnun Íslands

10

Ríkislögreglustjóri

Landmælingar Íslands

Námsgagnastofnun

Hvað er spunnið í opinbera vefi? (Lokaskýrsla Sjá ehf.)

Samanburður á niðurstöðum fyrir einstaka stofnanir.

Af vef Sambands ísl. sveitarfélaga

Fræðslu og menningarsvið Vestmanneyjabæjar.