Hér má finna link á síðu hjá Fjölmenningarsetri um húsnæði til leigu, húsnæði fyrir fólk á flótta frá Úkraínu.
Þarna getur fólk sem hefur samþykkta íbúðir, hús eða aðstöðu sett inn eignina og þar með látið vita að það sé tilbúið að leigja húsnæði sitt fyrir flóttamenn. Hvort sem það er í skamman tíma eða lengri.
Þarna er að finna eyðublað sem fyllt er út og sent á Fjölmenningarsetur. Þarna eru einnig algengar spurningar t.d. af hverju húsnæði þarf að vera samþykkt eða skráð.
