Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja óskar eftir hugmyndum í LOGO eða merki félagsins.
Hugmyndum skal skila á A4 blaði og í tölvutæku formi s.s. bmp, jpg, gif, pdf eða vektor formati.
Merkið skal vera lýsandi fyrir hlutverk og starfsemi félagsins, sem er framþróun í atvinnulífi Vestmannaeyja, jákvæðri samfélagsþróun, hugmyndaauðgi og nýsköpun.
Hugmyndirnar ásamt disk eða diskling skal senda til Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja, Strandveg 50, 900 Vestmannaeyjar fyrir 5. maí 2004.
Sérstök dómnefnd mun fara yfir tillögurnar. Verðlaun fyrir þá tillögu sem verður valin sem merki félagsins er gjafakort að andvirði kr. 30.000,- til kaupa á vöru eða þjónustu hjá fyrirtæki að eigin vali í Vestmannaeyjum.