Fara í efni
09.12.2024 Fréttir

Hugarró heimsótti Kirkjugerði

Á fimmtudaginn fengu nemendur í Kirkjugerði skemmtilega heimsókn frá Hugarró (heimilisfólki á Hraunbúðum).

Deildu

Þau færðu öllum nemendum í skólanum jólasveina sem þau bjuggu til á föndurstofunni sinni.

Þetta var virkilega skemmtileg stund sem börnin okkar áttu með eldri borgurum í salnum.

Það er mjög dýrmæt sú vinátta og það samstarf sem hefur myndast á milli yngstu og elstu Vestmannaeyjinganna síðastliðin ár.

Við sendum þeim bestu þakkir fyrir hugulsemina.