Pokar verða sóttir á eftirfarna staði:
- Útsýnispall gegnt Sorpeyðingarstöðinni, á haugasvæðinu, við Helgafellsvöll, hjá Lyngfelli, fyrir neðan Skýlið, við afleggjarann að Skansinum, við afleggjarann að Eyjabústöðum, við hringtorgið í Herjólfsdal, á bílaplani við Golfskálann og á bílaplani fyrir utan Kaffi Kró.
Jafnframt mun Íslenska gámafélagið setja upp þrjá gáma, á bílastæði við Kiwanis, á bílastæði við Akóges og á bílastæði við Íþróttamiðstöðina. Verða þeir teknir samdægurs og er fólk eindregið hvatt til að nýta sér þá gáma.
Líkt og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan er fegurð Vestmannaeyja óumdeilanleg. Leggjumst öll á eitt og sjáum til þess að Vestmannaeyjar skarti sínu fegursta á hér eftir sem hingað til og höfum hugfast að margar hendur vinna létt verk.
Vestmannaeyingum er í framhaldi boðið í grill kl. 12.30 við Ráðhúsið í boði bæjarstjórnar. Spurningum eða ábendingum varðandi hreinsunina má beina í síma 488-2000.
Sjá má myndskeiðið á þessari slóð:http://www.youtube.com/watch?v=GT0iO8XYCVQ&feature=youtu.be