Fara í efni
09.05.2012 Fréttir

Hreint bæjarfélag - betri bæjarbragur

Þegar sumarið er komið er mikilvægt að taka til eftir veturinn. Milli kl. 10.00 og 12.30 laugardaginn 12. maí nk. verður hreinsunardagur Vestmannaeyja. Að venju munu félagasamtök hreinsa fyrirfram ákveðin svæði, fyrirtæki eru hvött til að hreinsa í kringum fyrirtæki sín og ekki síst eru íbúar Vestmannaeyja hvattir huga að umhverfinu í kringum sín húsnæði.
Deildu
Pokar verða sóttir á eftirfarna staði:
-          Útsýnispall gegnt Sorpeyðingarstöðinni, á haugasvæðinu, við Helgafellsvöll, hjá Lyngfelli, fyrir neðan Skýlið, við afleggjarann að Skansinum, við afleggjarann að Eyjabústöðum, við hringtorgið í Herjólfsdal, á bílaplani við Golfskálann og á bílaplani fyrir utan Kaffi Kró.
Jafnframt mun Íslenska gámafélagið setja upp þrjá gáma, á bílastæði við Kiwanis, á bílastæði við Akóges og á bílastæði við Íþróttamiðstöðina. Verða þeir teknir samdægurs og er fólk eindregið hvatt til að nýta sér þá gáma.
 
Líkt og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan er fegurð Vestmannaeyja óumdeilanleg. Leggjumst öll á eitt og sjáum til þess að Vestmannaeyjar skarti sínu fegursta á hér eftir sem hingað til og höfum hugfast að margar hendur vinna létt verk.  
 
Vestmannaeyingum er í framhaldi boðið í grill kl. 12.30 við Ráðhúsið í boði bæjarstjórnar. Spurningum eða ábendingum varðandi hreinsunina má beina í síma 488-2000.
 
Sjá má myndskeiðið á þessari slóð:http://www.youtube.com/watch?v=GT0iO8XYCVQ&feature=youtu.be