Hugmyndin er að byrjað verði kl. 10.00 og verið að til kl. 12.00. Þá verður grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar við Ráðhúsið.
27.04.2010
Hreinsunardagur á Heimaey 8. maí
Laugardaginn 8. maí n.k. verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár, en félög og einstaklingar taka að sér að hreinsa ákveðin svæði.
Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.