Laugardaginn 3. maí 2008 verður almennur hreinsunardagur á Heimaey.
Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir - mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir - sameinast um að gera Heimaey enn fallegri. Félagasamtök hafa fengið úthlutuð svæði sem ætlun er að hreinsa. Hreinsun svæða hefst kl. 10.00 og stendur til kl.12.00. Þá verður grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á Ráðhúsplani. Svartir-og appelsínugulir sorppokar verða afhentir í Sorpeyðingarstöðinni milli kl: 9:30 og 10:00.
Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár en í fyrra tilkynntu eftirtalin félagasamtök þátttöku sína:
- Akóges
- Björgunarfélag Vestmannaeyja
- Fimleikafélagið Rán
- Framsóknarfélag Vestmannaeyja
- Frímúrarareglan
- Hvítasunnukirkjan
- Íþrótta- og hestamannafélagið Gáski
- KFUM og K
- Kiwanis / Sinawik
- Lions
- Oddfellow
- Rotaryklúbbur Vestmannaeyja
- Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja
- Skátafélagið Faxi
- Skotfélag Vestmannaeyja
- Skógræktarfélag Vestmannaeyja
- Vestmannaeyjalistinn
Félagsmenn þessara félaga eru beðnir um að hafa samband við forsvarsmenn síns félags og tilkynna þáttöku . Forsvarsmenn félaga sem ekki boðuðu þátttöku í fyrra en hafa áhuga að vera með eru beðnir um að hafa samband við Umhverfis og framkvæmdasvið, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-5030 fyrir kl. 12.00 föstudaginn 2. maí n.k.
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna
Ólafur Þór Snorrason
Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar
- Kort af hreinsunarsvæði (PDF, 3 MB)