Laugardaginn 5. maí 2007 verður almennur hreinsunardagur á Heimaey.
Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir - mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir - sameinast um að gera Heimaey enn fallegri. Félagasamtök hafa fengið úthlutuð svæði sem ætlun er að hreinsa. Hreinsun svæða hefst kl. 10.00 og stendur til kl.12.00. Þá verður grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á Ráðhúsplani. Svartir-og appelsínugulir sorppokar verða afhentir í Sorpeyðingarstöðinni milli kl: 9:30 og 10:00.
Í fyrra tókst vel til og er áætlað að endurtaka leikinn í ár en í fyrra tilkynntu eftirtalin félagasamtök þátttöku sína:
- Akóges
- Björgunarfélag Vestmannaeyja
- Fimleikafélagið Rán
- Framsóknarfélag Vestmannaeyja
- Frímúrarareglan
- Hvítasunnukirkjan
- Íþrótta- og hestamannafélagið Gáski
- KFUM og K
- Kiwanis / Sinawik
- Lions
- Oddfellow
- Rotaryklúbbur Vestmannaeyja
- Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja
- Skátafélagið Faxi
- Skotfélag Vestmannaeyja
- Skógræktarfélag Vestmannaeyja
- Vestmannaeyjalistinn
Félagsmenn þessara félaga eru beðnir um að hafa samband við forsvarsmenn síns félags og tilkynna þáttöku og eru forsvarsmenn ofantalinna félaga eru beðnir um að tilkynna þátttöku félagsins til Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Forsvarsmenn félaga sem ekki boðuðu þátttöku í fyrra en hafa áhuga að vera með eru beðnir um að hafa samband við Umhverfis og framkvæmdasvið, á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-5030 fyrir kl. 12.00 föstudaginn 4. maí n.k.
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna
Frosti Gíslason
Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar
- Kort af hreinsunarsvæði (PDF, 3 MB)