Fara í efni
11.05.2015 Fréttir

Hreinsunardagur

Laugardaginn 16. maí nk. frá kl 10.00 til kl. 12.00 verður hinn árlegi hreinsunardagur haldinn á Heimaey. Félagasamtök í Vestmannaeyjum hafa í gegnum tíðina tekið þátt í þessu verkefni og hefur þetta gengið mjög vel. Fyrirkomulagið verður það sama og venjulega. Félagasamtökum er úthlutað svæðum sem þau síðan hreinsa.

 
Deildu
Pokar verða afhentir í Áhaldahúsinu kl. 10.00. Starfsmenn Kubbs munu vera hópunum innan handar. Að loknu hreinsunarátaki mun bæjarstjórn síðan bjóða til grillveislu á Ráðhúströð.
 
Forsvarsmenn félagasamtaka sem áhuga hafa á að taka þátt er bent á að hafa samband við Hjalta Pálsson í síma 488-2500 eða á netfangið hjalti@vestmannaeyjar.is.