Húseigendur og lóðarhafar eru því hvattir til þess að huga vel að eignum sínum með stöðugu viðhaldi. Bent er á að hægt er að losa sorpið í flokkunarstöð Sorpeyðingarstöðvarinnar. Þessar tvær vikur munu starfsmenn sorpeyðingarstöðvar fara um hverfi bæjarins og hirða upp rusl, en skipulag verður sem hér segir:
Mánudag og þriðjudag 3. og 4. maí
Svæði 1: Svæðið frá hraunjaðri að Skólavegi, neðan Kirkjuvegar.
Miðvikudag og fimmtudag 5. og 6. maí
Svæði 2: Svæðið frá Skólavegi að Illugagötu.
Föstudag og mánudag 7 og 10. maí
Svæði 3: Svæðið ofan Kirkjuvegar, austan Strembugötu.
Þriðjudag og miðvikudag 11. og 12. maí
Svæði 4: Svæðið ofan Kirkjuvegar, vestan Strembugötu.
Fimmtudag og föstudag 13. og 14. maí
Svæði 5: Vesturbærinn
Allt rusl sem fellur til við lóðarhreinsun skal skilja eftir við gangstéttarbrún, flokkað, og skal það vera í umbúðum eða bundið. Ruslið skal flokkað sem hér segir:
Garðaúrgangur, trjágreinar, brennanlegt sorp, óbrennanlegt sorp.
Óheimilt er með öllu að skilja eftir númerslausa bíla og bílgarma á götum og bifreiðastæðum bæjarins. Bíleigendur skulu sjá um að koma slíkum bílum til geymslu eða eyðingar, að öðrum kosti munu þeir verða fjarlægðir á kostnað eigenda.
Ýmis konar efnavörur til heimilisnota eru skaðlegar bæði mönnum og umhverfinu, þótt við vildum ekki vera án þeirra. Rétt notkun þeirra er nauðsynleg og þá ekki síður förgun þeirra að notkun lokinni. Algeng spilliefni sem notuð eru á heimilum eru til dæmis rafhlöður og rafgeymar, lökk og lakkleysar, málning og fleira. Tekið er á móti öllum spilliefnum frá heimilum í Sorpeyðingarstöðinni og apótek taka á móti öllum lyfjaafgöngum.
Að gefnu tilefni eru bæjarbúar vinsamlegast beðnir um að losa garðaúrgang úr plastpokum þegar hent er í gáminn við Sorpeyðingarstöðina.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma 481-3338.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar.