Skiltið stendur við Hamarsskóla og hefur þegar sannað gildi sitt með lækkun á umferðarhraða við skólann. Vestmannaeyjabær þakkar Eykyndilskonum kærlega fyrir rausnarlega gjöf. Skiltið er með innbyggðum radar og safnar upplýsingum um umferð og umferðarhraða. Markmiðið er að staðsetja skiltið á þeim svæðum sem vert er að ná niður umferðarhraða, t.d. við skólana á haustin.
Hraðavaraskilti er að finna víða á landinu og gefa rannsóknir til kynna að þegar hraðavaraskilti hefur verið sett upp lækki meðalhraði um 5-10 km/klst og meðalhraði þeirra ökutækja sem koma úr gagnstæðri átt um 3-5 km/klst.