Þátttakan var mjög góð og tóku 74 eldri borgarar þátt. Hópurinn var mjög blandaður þar sem fólk kom utan úr bæ, úr dagdvöl og af Hraunbúðum til að taka þátt í gleðinni. „Yndislegur hópur“ sagði Steini frá Gleðismiðjunni eftir viðburðinn og eru það orð að sönnu.
Næsti viðburður „Út í sumarið verður miðvikudaginn 27. Júlí og koma upplýsingar þegar nær dregur. Endilega takið daginn frá.
Kveðja Thelma og Kolla.
