Glussadælan fyrir drifið hægir á sér um leið og tækið hitnar. ( líklega þarf að taka drifið upp og skvera alveg)
Húsið á tækinu er lélegt þarf að taka það í gegn, Það er nýtt sæti í tækinu (ársgamalt) með loftdempun.
Það er stutt síðan bremsunar voru teknar á tækinu og endurnýjaðar, nýjir bremsukútar undir öllu tækinu. Borðar í bremsum eru tveggja ára, bremsurörum hefur verið skipt yfir í plast þegar lagnir eru endurnýjaðar.
Dekkin eru ný á tækinu, keyptur var nýr gangur af dekkjum undir það í Ágúst 2017.
Skipt var um vél í kringum 1992.
Eins og gengur og gerist smitar eitthvað með glussatjökkunum og skófluna á tækinu er tiltölulega nýbúið að skvera. Skóflan er um 3m3 . Snjótönn fylgir.
Tilboðum skal skila til Jóhanns Jónssonar forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar eigi síðar en þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 14.00.