Fara í efni
05.10.2020 Fréttir

Hertar reglur á Þjónustuíbúum fatlaðs fólks

Nú þegar neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 hefur verið lýst yfir og samkomutakmarkanir hafa verið hertar næstu tvær vikurnar þurfum við að bregðast við, minna á og herða enn frekar sóttvarnarreglur Þjónustuíbúða fatlaðs fólks. 

Deildu

Nú þurfa allir að leggjast á eitt og standa saman í að minnka líkur á að smit berist inn á heimilið.

  • Starfsfólk ber grímur og hanska við umönnun sem ekki er hægt að sinna án þess að brjóta 2 metra regluna.
  • Allir snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega yfir daginn.
  • Skammtímavistun verður lokuð næstu tvær vikurnar. Staðan verður endurmetin 16. október.

Við biðjum gesti um að kynna sér eftirfarandi reglur vel

§ Einungis 1 aðstandandi má koma í heimsókn til íbúa á dag. Gestir halda 2 metra fjarlægð frá heimilismanni, nota grímur og passa upp á handþvott og sprittun áður en gengið er inn í húsið.

§ Heimsóknir skulu fara fram á einkarými íbúa eða utanhúss, halda skal fjarlægð við aðra íbúa en sinn eigin aðstandanda og passa upp á að snertifletir séu sem fæstir.

§ Heimilismenn geta farið í heimsókn eða bíltúr með aðstandendum ef tryggt er að passað sé upp á allar sóttvarnir. Þetta gæti breyst ef smit fara að aukast í Vestmannaeyjum.

Áfram gilda einnig eftirfarandi reglur:

Að gestir

Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins

Komi EKKI í heimsókn ef minnstu einkenni um kvef, flensulík einkenni, magakveisu, höfuðverk, beinverki eða slappleika eru til staðar

Komi EKKI í heimsókn ef viðkomandi er í sóttkví eða einangrun eða ef beðið er niðurstöðu úr sýnatöku

Bestu kveðjur

Ingibjörg Sigurjónsdóttir

Forstöðukona íbúðakjarnans Vestmannabraut 58b