Eyjarnar buðu upp á allt, fegurð, fótboltavöll, Andrés blinda sem bjó til fyrir okkur teygjubyssur og yndislega ömmu og afa sem var alltaf í vinnunni og vildi ekki að ég færi að bera út Þjóðviljann en var samt frábær.
Stebbi Pól var vinur afa og þeir fengu sér stundum í staupinu og afi fór ekki að reykja fyrr en hann var hættur að vinna. Vatnið af þakinu fannst mér ekkert sérstaklega gott og mér fannst mjólkin sem ég náði í á brúsapallinum neðar á Skólaveginum og kom frá Grundarbrekku missa fljótt góða bragðið áður en ísskápurinn kom til sögunar. Ég hlakka til að mæta í Eldheima í kvöld og deila með Eyjamönnum nokkrum brotum af rússíbana lífs míns,“ segir Halldór sem er með skemmtilegri mönnum.
Í bókinni lítur hann yfir litríkan feril sem einkennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í viðskiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis.
Bókin, STÖNGIN ÚT verður að sjálfsögðu til sölu á staðnum – Halldór les, áritar og spjallar við gesti.
Arnór og Helga ætla að hita upp með fáeinum þekktum perlum síðustu aldar.
Kynning bókarinnar er liður í Safnahelginni, sem í ár, dreifist af ýmsum ástæðum, yfir nokkrar helgar.
Opið verður í Eldheimum frá kl. 20:00.