Fara í efni
30.06.2022 Fréttir

Heimsókn á GOTT

Viðburður verkefnisins ,,Út í sumarið“ þessa vikuna var heimsókn á GOTT. 

Deildu

Þar fengum við frábærar móttökur þar sem við lærðum um framleiðsluna á GOTT ÍS. Boðið var upp á ís, kaffi og kransakökubita yfir skemmtilegu og léttu spjalli. Mikil ánægja var með þessa heimsókn og sendum við kærar þakkir á GOTT fyrir þeirra flotta framlag til verkefnisins.

Næsti viðburður ,,Út í sumarið“ verður þriðjudaginn 12. Júlí kl 13:00 og verður auglýstur þegar nær dregur. Endilega takið daginn frá.