Fara í efni
04.03.2004 Fréttir

Heimslist - heimalist

Ráðstefna haldin í Listasafni Reykjavíkur sunnudaginn 29. febrúar sl.  Tvíæringur í Reykjavík, megináhersla á myndlist á Listahátíð 2005.   Framkvæmdast
Deildu
Ráðstefna haldin í Listasafni Reykjavíkur sunnudaginn 29. febrúar sl.  Tvíæringur í Reykjavík, megináhersla á myndlist á Listahátíð 2005.
 
Framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs sat þessa ráðstefnu sem Samband íslenskra myndlistarmanna og Listahátíð í Reykjavík stóðu fyrir.  Yfirskriftin Heimslist  heimalist var yfirskrift ráðstefnunnar og var velt upp ýmsum hugmyndum og skoðaðar ýmsar hliðar á spurningunni með hvaða hætti við gerum Ísland að vettvangi fyrir alþjóðlega strauma í myndlist.
 
Þarna kom fram að það hefur lengi verið eitt af stefnumálum myndlistarmanna og annarra áhugamanna um myndlist að gera Ísland að virkum vettvangi fyrir alþjóðlega strauma í samtímamyndlist.  Það myndi ekki einugis lyfta undir myndlistarlífið á Íslandi, það hefði gríðarleg jákvæð áhrif á allt menningarlíf landsins og þjóðlífið í heild. 
 
Mikið var rætt um hugmyndina að koma á fót tvíæringi í Reykjavík sbr. þeirri Ítölsku og hefur Listahátíð í Reykjavík ákveðið að gera ákveðna tilraun og leggja megináherslu á myndlist á hátíðinni 2005.
 
Það sem vakti mestan áhuga undirritaðs var umræðan um væntingar myndlistarmannanna, og að landið allt verði eðlilegur vettvangur fyrir þennan þátt menningarlífsins.  Sveitarfélögin úti um landið geta lagt sitt að mörkum til þess að svo megi verða án þess að leggja út í stórar fjárfestingar.  Sóknarfærin eru mörg. 
Listamenn sækjast í sívaxandi mæli eftir að fá dvöl í vinnustofum vítt og breitt um heiminn, hvort heldur er í bæ eða sveit.  Hér á landi eru enn sem komið er einugis fáir slíkir mögurleikar.  Íslafjörður og Seyðisfjörður voru sérstaklega nefndir og voru sveitarfélög hvött til að huga vendilega hvaða möguleikar fælust í að koma slíkum vinnustofum og fræðisetrum á laggirnar í heimabyggð.
 
Framsögumenn voru:  Elísabet Gunnarsdóttir forstöðumaður vinnustofusetursins í Dalsåsen í Noregi.  Elísabet hefur mikla reynslu af menningarstarfsemi utan höfuðborgar en hún er Ísfirðingur og rak m.a. sýningarsalinn Slunkaríki í mörg ár. 
Jessica Morgan sýningarstjori hjá Tate Modern í London, sem hefur verið ráðin til að stjórna þeim þætti sem snýr að myndlist á Listahátíð í Reykjavík 2005, og heitasta númerið í dag
Ólafur Elíasson myndlistarmaður og Tumi Magnússon myndlistarmaður og prófessor við Listaháskóla Íslands.   
 
Jórunn Sigurðardóttir leikari og útvarpsmaður stjórnaði umræðum af röggsemi sem voru fjörugar og margar athyglisverðar hugmyndir komu fram og voru ræddar.  Þátttaka var mjög góð og var sérstaklega tekið eftir fjölda þeirra er mættu af landsbyggðinni. 
 
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu og menningarsviðs